Fréttir
Horft yfir væntanlega byggingarlóð. Framkvæmdir ganga vel en sprengingar verða næstu daga klukkan 15. Ljósm. hig

Búast má við sprengingum við Borgarbrautina

Heljarinnar framkvæmdir standa nú yfir við Borgarbraut 63 í Borgarnesi en búið er að rífa Sumarliðahús og byrjað að höggva vel í klettinn sem er þar innar á lóðinni. Í tilkynningu frá Borgarbyggð í dag kemur fram að fyrirhuguð er vinna við sprengingar og er reiknað með að sprengt verði einu sinni á dag um klukkan 15.00, næstu daga. Borgarverk sér um jarðvinnu og hefur Borgarverk sett sig í samband við starfsfólk fyrirtækja næst vinnusvæðinu.

Búast má við sprengingum við Borgarbrautina - Skessuhorn