
Björk Michaelsdóttir þegar úrslit lágu fyrir á laugardaginn. Ljósm. ki
Vann flugmiða til Írlands og birgðir af súkkulaði
Eins og á öllum Írskum dögum á Akranesi fram til þessa fór fram keppnin um rauðhærðasta Íslendinginn. Að þessu sinni bar sigur úr býtum hin tíu ára gamla Björk Michaelsdóttir. Sjálf býr hún í Danmörku ásamt fjölskyldu sinni en ákvað síðasta sumar að taka þátt í keppninni ef hún væri stödd í fríi hér á landi. Niðurstaðan var afgerandi og fékk Björk að launum flugmiða til Írlands og ársbirgðir af írsku súkkulaði.