Fréttir
Skipin Sirena og Sky Princess ásamt litlu farþegabátunum sem flytja fólkið í land frá Sky Princess. Ljósm. tfk

Stærsti dagurinn í höfninni þetta sumarið – myndasyrpa

Það var mikill erill í Grundarfirði mánudaginn 8. júlí. Þá voru skipin Sky Princess og Sirena mætt í morgunsárið til að hleypa farþegum sínum í land. Sky Princess lá við ankeri en Sirena lagðist að bryggju. Sky Princess getur tekið 3.660 farþega og er með 1.346 í áhöfn. Sirena er talsvert minna eða 670 farþega skip. Það voru því rúmlega fjögur þúsund manns sem fóru um höfnina þennan dag sem er sá stærsti þetta sumarið. Mikil rútuumferð fyrir þá sem fóru í fyrirfram ákveðnar ferðir og svo var bærinn iðandi af mannlífi. Farþegar voru heppnir með veður en það lék við gesti og íbúa þennan dag.

Stærsti dagurinn í höfninni þetta sumarið - myndasyrpa - Skessuhorn