Fréttir
Ungmennin stilltu sér upp við veggmyndina. Ljósmyndir: hig

Listsýningin Lúpínufífl í Landsbankahúsinu

Ungmenni á aldrinum 14 ára til 17 ára standa fyrir listsýningunni Lúpínufífl í gamla Landsbankahúsinu á Akranesi. Sýningin er einungis opin í dag milli klukkan 13 og 15. Alls voru 18 unglingar sem tóku þátt í listsýningunni. Eins og nafn hennar gefur til kynna eru þar til sýnis og sölu verk unglinga um íslenska náttúru og jurtir.

Margir Íslendingar kannast við að vilja ekki hafa arfa í garðinum sýnum þótt að arfinn geti stundum verið fallegur. Ungmennin kynntu verk sín fyrir gestum og gangandi en einnig var stór veggmynd sem þau öll hjálpuðust að við að mála. Á þeirri mynd má sjá ýmis blóm og aðrar jurtir og meðal annars lúpínu og fífil. Hugmyndavinna og myndlistarkennsla var í höndum Angelu Árnadóttur Snæland en hún er listakona og myndlistarkennari sem býr á Akranesi.

Rán Ólafsdóttir við verk sitt Lúpínuárás.

Fjöldi gesta var viðstaddur þegar blaðamann Skessuhorns bar að garði.
Listsýningin Lúpínufífl í Landsbankahúsinu - Skessuhorn