Fréttir
Á þessu grafi sést hvernig iðnaður, ferðaþjónusta og sjávarútvegur eru þær atvinnugreinar sem halda þjóðarbúinu uppi, skila samtals 89% tekna. Hugverkaiðnaður hefur vaxið sem um munar. Graf: SI

Iðnaður er stærsta útflutningsgrein þjóðarinnar

Í nýrri greiningu sem Samtök iðnaðarins vann kemur fram að iðnaður er stærsta útflutningsgrein hagkerfisins. Útflutningstekjur iðnaðarframleiðslu námu 698 milljörðum króna á síðasta ári, sem er 38% af heildarútflutningstekjum þjóðarbúsins. Í öðru sæti var ferðaþjónusta en útflutningstekjur vegna hennar námu 598 milljörðum, eða 32% af heildinni. Sjávarútvegur kemur í öðru sæti með 352 milljarða króna útflutningstekjur sem gerir 19%.