
Kristín Eir og Þytur frá Skáney. Ljósm. iss
Gott Landsmót hestamanna að baki
Landsmót hestamanna fór fram í Víðidalnum í Reykjavík í síðustu viku og lauk á sunnudaginn. Veðrið lék við mótsgesti, knapa og hross. Eins og fram hefur komið í Skessuhorni áttu Vestlendingar sína fulltrúa á mótinu, þótt kvótinn hafi reyndar ekki verið fylltur. Af einstökum árangri þeirra stendur upp úr sigur Jakobs Svavars Sigurðssonar úr Dreyra í töltinu á góðhestinum Skarpi frá Kýrholti á laugardagskvöldinu. Sýndu þeir frábæra keppni sem skilaði einkunn upp á 9,39 og töltbikarinn í hús.