
Lið Snæfellsness kátar og glaðar á hinum nýja Kerecisvelli á Ísafirði. Ljósm. tfk
Stelpurnar í fimmta flokki gerðu góða ferð á Ísafjörð
Íslandsmótið í fimmta flokki kvenna í knattspyrnu er með öðru sniði í ár en fyrri ár. Nú er sá háttur hafður að fjórir leikdagar eru hjá liðunum þar sem liðin mæta og spila þrjá leiki í stað þess að spila heima og að heiman með tilheyrandi ferðalögum í kringum hvern leik. Í vor var spilað á Ólafsvíkurvelli, þá var leikið á Hvolsvelli og síðasta sunnudag var spilað á Ísafirði. Þar voru lið Snæfellsness, KFR, Hamars/Ægis og heimamenn í Vestra sem öttu kappi.