
SA hafnaði í sjötta sæti á Aldursflokkameistaramóti
Helgina 28.-30. júní fór fram Aldursflokkameistaramót Íslands í sundi og var það að þessu sinni haldið í Reykjanesbæ. Keppendur voru 15 ára og yngri. Um 227 keppendur voru á mótinu, frá ellefu félögum um allt land. Til að öðlast keppnisrétt á mótinu þurfti sundfólkið að synda undir ákveðnum lágmarkatímum.