Fréttir
Bjarney Lárudóttir Bjarnadóttir. Ljósm. hig

Undirbúningur Unglingalandsmóts gengur vel

Undirbúningur fyrir Unglingalandsmót UMFÍ, sem haldið verður í Borgarnesi um verslunarmannahelgina, er nú í fullum gangi. Bjarney Lárudóttir Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri Ungmennasambands Borgarfjarðar (UMSB), segir í samtali við Skessuhorn að von væri á um eitt þúsund þátttakendum; „og svo fylgja þeim yfirleitt tveir til þrír fjölskyldumeðlimir,“ bætir hún við. Unglingalandsmót UMFÍ er vímulaus fjölskylduhátíð þar sem börn og ungmenni á aldrinum 11 - 18 ára reyna með sér í fjölmörgum íþróttagreinum en samhliða er boðið upp á fjölbreytta afþreyingu, leiki og skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Mótin hafa farið reglulega fram frá 1992 og árlega frá 2002 um verslunarmannahelgina.

Undirbúningur Unglingalandsmóts gengur vel - Skessuhorn