Íþróttir
Leikmenn Kára á leið í leikinn á laugardaginn. Ljósm. Kári

Tvö rauð spjöld í jafntefli Kára og Magna

Kári og Magni frá Grenivík mættust í síðasta leik 9. umferðar þriðju deildar karla í knattspyrnu á laugardaginn og var leikurinn í Akraneshöllinni. Káramenn voru meira með boltann í fyrri hálfleik, sóttu meira og fengu nokkur ágætis tækifæri sem þeim tókst ekki að nýta. Sigurjón Logi Bergþórsson skoraði síðan mark fyrir Kára sem var dæmt af vegna brots á varnarmanni Magna og gestirnir fengu svo eitt færi sem Kristján Hjörvar Sigurkarlsson, markvörður Kára, varði vel. Staðan markalaus í hálfleik og vonbrigði fyrir Kára að hafa ekki náð inn marki.

Tvö rauð spjöld í jafntefli Kára og Magna - Skessuhorn