
Skallagrímsstrákar ásamt þjálfara sínum; Jóni Theodór Jónssyni. Ljósm. jtj
Skallagrímsstrákar stóðu sig vel í Eyjum
Skallagrímur sendi tvö lið á Orkumótið í Vestmannaeyjum sem fram fór um síðustu helgi. Voru þar 16 strákar sem spiluðu fyrir sitt félag og stóðu bæði liðin sig ótrúlega vel. Skallagrímur-2 endaði á því að vinna Stórhöfðabikarinn, en félagið allt hlaut sömuleiðis flottustu verðlaun mótsins; Háttvísisverðlaun KSÍ.