
Gary John Martin var bjargvættur Víkings gegn KFG. Hér í leik á móti Þrótti Vogum fyrr í sumar. Ljósm. af
Ótrúlegar lokamínútur hjá Ólsurum
KFG og Víkingur Ólafsvík áttust við í 2. deild karla í knattspyrnu á laugardaginn og var leikurinn á Samsungvellinum í Garðabæ. Fyrir viðureignina var KFG með tvo sigra og sex töp í 10. sæti á meðan Víkingur var í 2. sæti með 18 stig í öðru sæti og eina liðið í deildinni sem enn ekki hafði tapað leik. Þetta byrjaði frekar brösuglega fyrir gestina því strax á 2. mínútu skoraði Jón Arnar Barðdal fyrir KFG og tíu mínútum síðar þurfti fyrirliði Víkings, Luke Williams, að yfirgefa völlinn og í hans stað kom Arnór Siggeirsson inn á. Ekki mikið fleira markvert gerðist í fyrri hálfleik og staðan 1-0 þegar liðin gengu til búningsherbergja til skrafs og ráðagerða.