
Verðlaunahafar UMSB í pútti á Landsmóti UMFÍ 50+ 9. júní. Ljósm. Sigurjón Guðmundsson.
Góður árangur púttara UMSB á Landsmóti UMFÍ 50+
Landsmót UMFÍ 50+ fór fram á Vogum á Vatnsleysuströnd í byrjun júní. Pútthópur UMSB sendi 21 keppanda en þátttakendur í heild í púttinu voru rúmlega 60 talsins. Keppt var í nágrenni golfskálans að Kálfatjörn 9. júní. Borgfirðingar náðu ágætis árangri. A liðið vann liðakeppnina með jafn mörg högg og Suðurnesjamenn en var með betri útkomu á síðustu holunum. Í liðinu voru Guðrún Helga Andrésdóttir, Berghildur Reynisdóttir, Eyjólfur Torfi Geirsson og Ingimundur Ingimundarson. Guðrún Helga vann kvennaflokk 65 ára og eldri og Guðrún Birna Haraldsdóttir varð þriðja. Þórhallur Teitsson vann sama aldursflokk hjá körlum. Dorota Gluszuk varð önnur í flokki kvenna 50-64 ára.