Íþróttir
Kristófer Máni skoraði tvö mörk gegn Afríku. Ljósm. úr safni

Fyrsti sigurleikur Reynis í sumar

Afríka og Reynir Hellissandi áttust við í B riðli 5. deildar karla í knattspyrnu í gærkvöldi og var viðureignin á OnePlus vellinum á Álftanesi. Fyrir leik voru bæði liðin án sigurs í riðlinum, Afríka hafði tapað öllum sínum leikjum á meðan Reynir hafði tapað fjórum og gert tvö jafntefli. Gestirnir komust yfir strax á sjöundu mínútu með marki frá Kristófer Mána Atlasyni en eftir rúman hálftíma leik jafnaði Cedrick Mukya metin fyrir Afríku og staðan jöfn í hálfleik, 1-1.

Fyrsti sigurleikur Reynis í sumar - Skessuhorn