
Lilja Rafney Magnúsdóttir varaþingmaður og þingmaður VG til 12 ára hefur sagt sig úr flokknum.
Varaþingmaður segir sig úr VG
Lilja Rafney Magnúsdóttir á Suðureyri, fyrrum þingkona Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi og varaþingmaður, hefur sagt sig úr flokknum eftir að þingmenn VG greiddu atkvæði með frumvarpi um kvótasetningar á grásleppu. Í aðsendri grein hér á vef Skessuhorns sem nefndist „Verbúðin í boði VG,“ útskýrir hún ástæður uppsagnar sinnar. Þar skrifar hún m.a: „VG er að færa grásleppuna yfir í gjafakvótakerfið í nafni sérhagsmuna og almannahagsmunir og stjórnarskrárvarin atvinnuréttindi eru fótum troðin. Ekkert í verndun fiskistofna kallar á kvótasetningu með framsali né heldur það að fénýta sameiginlega auðlind þjóðarinnar í þágu fjármagnseigenda.“