Fréttir
Frá löndun á grásleppu í Stykkishólmi. Ljósm. úr safni/sá

Grásleppan er nú kvótasett

Frumvarp til laga um kvótasetningu á grásleppu var samþykkt á lokadegi Alþingis í gær. Í nefndaráliti meirihluta atvinnuveganefndar, sem flutti frumvarpið, segir: „Megin tilgangur frumvarpsins er að auka fyrirsjáanleika við grásleppuveiðar og að tryggja betur sjálfbærar og markvissar veiðar.“ Segir þar að á undanförnum árum hafi veiðistjórn grásleppu sætt gagnrýni fyrir þær sakir að vera ómarkviss og ófyrirsjáanleg þeim sem stunda veiðarnar, en hingað til hefur stjórn veiða á grásleppu verið háð rétti til veiða og leyfum Fiskistofu.