Fréttir
Farmallinn lítur ljómandi vel út. Ljósm. reykholar.is

Skreyttu með traktor jafn gömlu lýðveldinu

Hátíðahöld í Reykhólahreppi á þjóðhátíðardaginn voru í Hvanngarðabrekkunni. Dagskrá var í höndum Kvenfélagsins Kötlu, hófst hún með skrúðgöngu og síðan flutti fjallkonan ávarp. Í hennar hlutverki var að þessu sinni Birna Björt Hjaltadóttir, sem skilaði því með miklum sóma. Að því loknu voru leikir hjá ungu kynslóðinni. Pylsur voru grillaðar ofan í mannskapinn og svo voru dýrindis kökur í boði forsætisráðuneytisins í tilefni af 80 ára afmæli lýðveldisins.

Skreyttu með traktor jafn gömlu lýðveldinu - Skessuhorn