
Vel fór á með þeim Björgu Ágústsdóttur bæjarstjóra og Marie Madeleine Geoffroy. Ljósmyndir: tfk
Fyrsti formaður Grundapol félagsins heiðraður
Marie Madeleine Geffroy var fyrsti formaður Grundapol félagsins í Paimpol frá árinu 2003 til 2013. Hún á stóran þátt í að koma á vinabæjartengslum á milli bæjanna Grundarfjarðar og Paimpol og kom ófáar ferðir hingað til lands. Nú segist hún vera að heimsækja Grundarfjörð í síðasta sinn en hún er á ferð hérna ásamt eiginmanni sínum, Yves Geffroy.