Fréttir
Fallegur dagur inn í Botnsdal og sést vel í gönguleið í gegnum hellinn. Ljósm. hig

Framkvæmdir á gönguleið að Glym í Hvalfirði

Á síðasta ári hófust framkvæmdir á gönguleið upp að fossinum Glym í Hvalfirði að nýju eftir nokkurt hlé. Glymur er einn þekktasti áfangastaðurinn í Hvalfjarðarsveit og er fossinn á Náttúruminjaskrá. Hvalfjarðarsveit hefur fengið styrk frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða fyrir stígagerð við krefjandi aðstæður við austanvert Glymsgljúfur í Botnsdal.

Framkvæmdir á gönguleið að Glym í Hvalfirði - Skessuhorn