Fréttir
Benóný klippir á borðann við vígslu á Hvelli og nýtur aðstoðar Kristins Jónassonar bæjarstjóra. Ljósm. af

Rennibrautir formlega vígðar í Ólafsvík

Formleg opnun rennibrauta við sundlaug Ólafsvíkur var í gær. Fékk Benóny Ísak Emilsson þann heiður að klippa á borðann og gefa rennibrautinni nafn og varð nafnið Hvellur fyrir valinu. Sjálfur er Benóný manna fróðastur um rennibrautir um allan heim og þekkir hann auk þess allar sundlaugar hér á landi og víðar. Rennibrautin sem reist var á síðasta ári var keypt frá Sportís en brautin er af gerðinni Polin og er 27 metrar að lengd.