Christian Schultze alþjóðafulltrúi skólans er hér fyrir miðri mynd. Ljósm. aðsend.

Aðsóknarmet skiptinema í LbhÍ

Á næstu haustönn er skráður metfjöldi skiptinema í nám við Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Skiptinemarnir koma og búa á nemendagörðunum á Hvanneyri og stunda þar nám sitt. Nemendurnir koma frá samstarfsháskólum LbhÍ í Svíþjóð, Finnlandi, Frakklandi, Tékklandi, Þýskalandi, Austurríki og Hollandi. Skiptinemarnir stunda nám á mismunandi sviðum eins og landbúnaðarvísindum, skógfræði, lífvísindum, umhverfisvísindum, náttúruvernd og landslagsarkitektúr.

Aðsóknarmet skiptinema í LbhÍ - Skessuhorn