
Samkaup mun leiða samrunaferlið. Forstjóri er Gunnar Egill Sigurðsson.
Samrunaviðræður Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar
Undanfarna mánuði hafa Samkaup hf. og Skel fjárfestingafélag hf. átt í könnunarviðræðum um fýsileika samruna Samkaupa og tiltekinna dótturfélaga Skel. Nú hefur verið skrifað undir samkomulag um helstu forsendur fyrir því að hefja formlegt samrunaferli, þar sem Samkaup verður yfirtökufélagið. „Nú hefjast því samningaviðræður um samrunann með það að markmiði að komast að samkomulagi um efni endanlegs kaupsamnings með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins og hluthafafundar,“ segir í tilkynningu.