Fréttir
Kjörbúðin í Búðardal.

Samkaup býður tvö hundruð vörur á lágvöruverði í Búðardal

„Íbúar í Dalabyggð munu frá og með fimmtudeginum 16. maí fá, fyrstir Íslendinga, að prófa nýja viðbót við Samkaupsappið, en með því að velja „þína verslun“ í appinu munu þeir geta fengið um 200 vörur í Krambúðinni í Búðardal á sérstöku lágvöruverði í formi inneignar.“ Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samkaupum. „Með því að nota appið þegar greitt er fyrir vörurnar í búðinni fá viðskiptavinir afsláttinn greiddan í formi inneignar sem hægt er að nota í öllum verslunum Samkaupa. Vörurnar eru sérstaklega merktar í búðinni með grænum ramma utan um verðmiðana.“