Fréttir
Nemendur í 8.-10. bekk í Brekkubæjarskóla á Akranesi standa að sýningunni. Ljósm. vaks

Frumsýna á morgun söngleikinn Diskóeyjuna í Bíóhöllinni – Umfjöllun og myndir

Nemendur í 8.-10. bekk í Brekkubæjarskóla á Akranesi frumsýna á morgun, fimmtudag, söngleikinn Diskóeyjuna í Bíóhöllinni. Í byrjun maí hófust æfingar í Bíóhöllinni og síðasta sunnudag fékk blaðamaður Skessuhorns að kíkja á æfingu. Hjörvar Gunnarsson og Gunnhildur Vilhjálmsdóttir eru leikstjórar verksins og voru til í létt spjall þegar hlé var gert á æfingum í smástund. Þau segja að æfingarnar hafi gengið mjög vel, svakalegar framfarir hafi orðið hjá krökkunum í æfingaferlinu og þau séu öll ótrúlega flink.

Frumsýna á morgun söngleikinn Diskóeyjuna í Bíóhöllinni - Umfjöllun og myndir - Skessuhorn