
Stefán Teitur með bikarinn. Ljósm. aðsend
Stefán Teitur danskur bikarmeistari
Skagamaðurinn Stefán Teitur Þórðarson varð í gær danskur bikarmeistari þegar lið hans Silkeborg vann AGF, 1-0, á Parken í Kaupmannahöfn að viðstöddum tæplega 40 þúsund áhorfendum. Stefán var valinn maður leiksins í leikslok og fékk fyrir það bikar sem „Årets Pokal Fighter 2024“ eða baráttumaður bikarsins árið 2024.