
Skallagrímsfólk, frá vinstri: Guðmunda Ólöf, Rakel Dögg, Júlíana, Harpa Dröfn, Heiðrún Helga og Silja Eyrún fóru allar á kostum á Íslandsmótinu um síðustu helgi. Ljósm. UMSB
Sundgarpar af Vesturlandi sópuðu til sín verðlaunum
Opna Íslandsmótið í Garpasundi var haldið um nýliðna helgi í Ásvallalaug í Hafnarfirði en sundgarpar frá sunddeild Skallagríms og Íþróttabandalagi Akraness tóku þátt. Á mótinu voru ríflega 150 keppendur frá ellefu félögum en einnig var gestalið frá Færeyjum.