
Viktor Elvar Viktorsson rekstrarstjóri og Jón Trausti Ólafsson forstjóri Öskju við opnunina í gær. Ljósm. vaks
Askja hefur opnað bílaumboð sitt á Vesturlandi
Það var létt yfir mannskapnum í gær þegar bílaumboðið Askja opnaði sölu- og þjónustuumboð við Innnesveg 1 á Akranesi. Haraldur Benediktsson bæjarstjóri færði forsvarsmönnum umboðsins blóm og bauð starfsemina velkomna í bæinn. Boðið var upp á veitingar og sýndir nýir bílar frá Mercedes-Benz, Smart, Kia og Honda en einnig er gott úrval notaðra bíla á svæðinu og á söluskrá.