
Ágúst Davíð og Kristján voru styrkþegar að þessu sinni. Ljósmyndir: Hanna Ágústa Olgeirsdóttir
Úthlutað úr Minningarsjóði Heimis Klemenzsonar
Síðastliðinn sunnudag hélt Minningarsjóður Heimis Klemenzsonar tónleika í Borgarneskirkju. Fram komu Diddú og Óskar Pétursson, einir vinsælustu söngvarar landsins til áratuga. Á tónleikunum úthlutaði stjórn minningarsjóðsins jafnframt styrkjum til efnilegra tónlistarnema úr héraði. Að þessu sinni voru tveir styrkir afhentir. Annars vegar hlaut styrk Ágúst Davíð Steinarsson nemandi á framhaldsstigi í píanóleik í Tónlistarskóla Borgarfjarðar og hins vegar Kristján Guðmundsson sem útskrifast í vor frá Tónlistarskóla FÍH í bassaleik.