
Shawnta Shaw var frábær í liði Snæfells gegn Tindastól en það dugði þó ekki til sigurs. Ljósm. karfan.is
Snæfell tapaði í leik eitt gegn Tindastól
Úrslitakeppni um sæti í Subway deild kvenna í körfuknattleik hófst um helgina. Aþena vann KR í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum á sunnudag en leik Snæfells og Tindastóls var frestað vegna veðurs og var hann því færður yfir á mánudag. Vinna þarf þrjá leiki til að komast í úrslit um sæti í Subway deildinni en Snæfell endaði í neðsta sæti Subway deildar og Tindastóll í fjórða sæti 1. deildar.