Fréttir
Það var hart barist í leik ÍA og Fjölnis. Ljósm. karfan.is/Gunnar Jónatansson

Skagamenn komnir upp við vegg í körfunni

Skagamenn tóku á móti Fjölni í annarri viðureign liðanna í 8-liða úrslitum 1. deildar í körfuknattleik í gærkvöldi um eitt laust sæti í Subway deildinni á næsta tímabili. Leikurinn fór fram fyrir nánast fullu húsi á Jaðarsbökkum og var öllu tjaldað til, grillaðir hamborgarar voru til sölu og mikil stemning í húsinu. Fyrir leik leiddi Fjölnir 1-0 í einvíginu og hafði unnið allar fjórar viðureignir liðanna í vetur sem þýddi að það var á brattann að sækja hjá heimamönnum.

Skagamenn komnir upp við vegg í körfunni - Skessuhorn