Fréttir
Björn Bjarki Þorsteinsson. Ljósm. vaks

Dalabyggð bregst við vegna breytinga á póstafgreiðslu

Dalabyggð barst á dögunum bréf frá Byggðastofnun þar sem óskað er eftir umsögn sveitarfélagsins vegna fyrirhugaðra breytinga á póstþjónustu í Búðardal en samkvæmt erindi Íslandspósts sem fylgdi bréfinu mun pósthúsinu í Búðardal verða lokað frá og með 1. júní nk. Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri Dalabyggðar skrifar pistil á vef Dalabyggðar og þar kemur fram að Dalabyggð hafi sent umsögn sína til Byggðastofnunar þar sem hörmuð er sú ákvörðun Íslandspósts um lokun starfsstöðvarinnar í Búðardal. Það eru samkvæmt upplýsingum um að ræða niðurlagningu 1,2 stöðugilda sem sé svo sannarlega skarð í atvinnulíf svæðisins.

Dalabyggð bregst við vegna breytinga á póstafgreiðslu - Skessuhorn