
Umferðin í landshlutanum gekk vel yfir páskana
Í liðinni viku voru höfð afskipti af 44 ökumönnum vegna of hraðs aksturs í umdæmi Lögreglunnar á Vesturlandi. Jafnframt voru brot níu ökumanna mynduð með færanlegri hraðamyndavél. Einn ökumaður er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.