
Tekist á fyrir dómi um land og aðgang að því
Í héraðsdómi Vesturlands var 22. mars síðastliðinn kveðinn upp dómur í landamerkjadeilu eigenda tveggja jarða í Stafholtstungum í Borgarfirði en jarðirnar liggja sitthvorum megin við Norðurá. Stefnendur í málinu eru núverandi eigendur jarðarinnar Svarfhóls, þau Arnaldur Jón Gunnarsson og Unnur Karlsdóttir sem keyptu jörðina árið 2021. Stefndu þau H.J. Sveinssyni ehf., þinglýstum eiganda jarðarinnar Sólheimatungu. Krafa stefnenda var sú að viðurkennd verði landamerki í Ystutungu, á landskika innan Sólheimatungu jarðarinnar, vegna tveggja engjastykkja sem þeir töldu vera í eigu Svarfhólsjarðarinnar. Þá var krafist viðurkenningar á að jörðinni Svarfhóli fylgi umferðarréttur um land Sólheimatungu og niður á fyrrgreind engjastykki neðarlega í Ystutungu.