Íþróttir
Marko Vardic skoraði glæsilegt mark fyrir ÍA gegn Breiðabliki. Ljósm. fotbolti.net/ Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Skagamenn fengu silfrið í Lengjubikarnum

Breiðablik og ÍA áttust við í úrslitum Lengjubikars karla í knattspyrnu á miðvikudag fyrir páska og var leikurinn á Kópavogsvelli. Kristófer Ingi Kristinsson kom Blikum yfir á 23. mínútu með skallamarki en Marko Vardic jafnaði metin fyrir ÍA með þrumuskoti fyrir utan teig sex mínútum fyrir hálfleik. Fyrirliðinn Höskuldur Gunnlaugsson skoraði síðan snyrtilegt mark fyrir Breiðablik eftir flott samspil á lokamínútunni og staðan 2-1 í hálfleik.

Skagamenn fengu silfrið í Lengjubikarnum - Skessuhorn