Íþróttir
Sigurvegarar með páskaeggin sín. Ljósm. mm

Luku páskamótinu í gær

Á öðrum degi páska lauk þriggja kvölda páskamóti hjá Bridgefélagi Borgarfjarðar í Logalandi. Það fyrirkomulag var viðhaft að besti árangur tveggja kvölda gilti til úrslita. Það hefur þann ótvíræða kost að menn geta eygt verðlaunasæti þrátt fyrir eitt slakt kvöld. Röð efstu para skýrðist ekki fyrr en undir blálokin. Þeir Guðmundur Ólafsson og Sveinbjörn Eyjólfsson stóðu uppi sem sigurvegarar og fengu stærsta páskaeggið að launum. Þeir höfðu 127,1 stig úr krafsinu. Í öðru sæti urðu Logi Sigurðsson og Heiðar Árni Baldursson með 125,8 stig og þriðju urðu Flemming Jessen og Sveinn Hallgrímsson með 120,4. Í fjórða sæti urðu Gísli Ólafsson og Ólafur Sigvaldason (119,6) og Ingimundur Jónsson og Anna Heiða Baldursdóttir (111,6).

Luku páskamótinu í gær - Skessuhorn