
Bjarki Pétursson. Ljósm. seþ
Bjarki tekur þátt í Next Golf Tour mótaröð
Next Golf Tour er ný mótaröð sem býður upp á fjölbreyttari keppnismöguleika fyrir kylfinga um allan heim. Það er eingöngu hægt að spila mótin í Trackman - innigolfhermi, enda er mótaröðin búin til af því fyrirtæki. Atvinnukylfingurinn Bjarki Pétursson tekur þátt í þessari mótaröð og náði blaðamaður stuttu spjalli við Bjarka um mótaröðina.