
Snæfell tapaði stórt á móti Val
Snæfell og Valur áttust við í 5. umferð B deildar kvenna í körfuknattleik í gærkvöldi og var leikurinn í Stykkishólmi. Fyrir leik var Snæfell með fjögur stig í fjórða og neðsta sæti á meðan Valur var í efsta sætinu með 18 stig. Getumunurinn á milli liðanna kom strax fram í leiknum því gestirnir komust í 0:9 eftir tveggja mínútna leik en þegar fyrsta leikhluta lauk var munurinn á liðunum tíu stig, 14:24, og því ekki breyst mikið eftir erfiða byrjun Snæfells. Heimakonur lentu síðan í smá brasi á fyrstu sex mínútunum í öðrum leikhluta og skoruðu aðeins tvö stig á þessum kafla á meðan Valskonur voru heitar og staðan 16:35 Val í vil. Þegar flautað var til hálfleiks var staðan 22:45 fyrir Val og ljóst að það var erfitt kvöld framundan hjá heimakonum.