Íþróttir
Keppendur á skákmótinu. Lengst til vinstri í efri röð er Stefán Karvel Kjartansson frá Stykkishólmi sem náði bestum árangri keppenda. Ljósmyndir: af

Einvígi aldarinnar var háð í Ólafsvík

Síðastliðinn föstudag bauð Skákskóli Snæfellsbæjar og Skákskóli Grundarfjarðar, sem Taflfélag Snæfellsbæjar rekur, útvöldum í skákeinvígi þar sem ungt skákfólk skoraði það eldra á hólm. Boðið var fólki sem kann að tefla en er ekki í taflfélaginu.  „Við í taflfélaginu kölluðum þetta einvígi aldarinnar,“ sagði Sigurður Scheving formaður félagsins í samtali við Skessuhorn. „Þetta virkar þannig að tvær sveitir keppa sín á milli, en hvor sveit sendir tíu til þátttöku í einu. Sveitirnar máttu hafa varamenn til að skipta inn á eftir hverja umferð, eins og yngri sveitin gerði. Alls voru tefldar tíu umferðir og voru þetta því 100 skákir í heildina. Yngri sveitin sigraði með 13 vinninga forskoti,“ sagði Sigurður.