Fréttir
Vinnuhópurinn á Sturlureykjum í Reykholtsdal. Ljósm. Kristján Guðmundsson

Markaðsstofur landshlutanna í heimsókn á Vesturlandi

Í síðustu viku var skipulagður samstarfsfundur milli markaðsstofa landshluta og sá Markaðsstofa Vesturlands um að skipuleggja fundinn. Vinnufundur var haldinn með Íslandsstofu í Hvammsvík, þar sem farið var yfir áherslur fyrir næstkomandi ár, en síðan var haldið í Borgarnes og fengin kynning á viðburðastarfi Landnámsseturs Íslands. Áður hafði Gísli Einarsson kynnt sýningu sína Ferðabók Gísla ásamt því sem Gísli kynnti Ferðafélag Borgarfjarðar fyrir starfsfólki Markaðsstofum landshlutanna. Því næst var ekið upp í Borgarfjörð og komið við á Sturlureykjum í Reykholtsdal og Snorrastofu í Reykholti en hópurinn endaði svo ferðina á Hótel Varmalandi í mat og gistingu.