
Meðfylgjandi mynd frá björgun mannsins er frá Landsbjörgu.
Manni bjargað af flæðiskeri
Laust fyrir klukkan 18 í gærkvöldi var björgunarsveitin Lífsbjörg í Snæfellsbæ kölluð út á hæsta forgangi vegna ferðamanns sem lent hafði á flæðiskeri undan bænum Ytri Tungu í Staðarsveit. Þar er vinsæll staður til selaskoðunar og hafði maðurinn gengið fram fjöruna, en svo flæddi að honum og lokaði sjórinn leið hans í land.