Íþróttir
Eyþór og Calvin voru stigahæstir í liði Snæfells. Ljósm: Bæring Nói Dagsson.

Tapaðir boltar og sóknarfráköst voru dýrkeypt í tapi Snæfells

Snæfell og KR mættust í Stykkishólmi á föstudagskvöldið í fyrstu deild karla í körfu. Fyrir leikinn var KR í þriðja sæti deildarinnar með 28 stig en Snæfell í neðsta sæti með 4 stig. Athygli vakti að ameríski leikmaður Snæfells, Jaeden King, var í borgaralegum klæðum og tók ekki þátt í leiknum. Leikmaðurinn er að glíma við smávægileg meiðsli.