
Srdan Stojanovic skoraði 25 stig gegn Þór. Hér í leik á móti ÍR í síðustu umferð. Ljósm. Jónas H. Ottósson
Skagamenn töpuðu fyrir norðan
Þór Akureyri og ÍA mættust í Höllinni á Akureyri í 1. deild karla í körfuknattleik á föstudagskvöldið og úr varð hörkuleikur. Heimamenn í Þór voru mun sterkari í byrjun leiks, þeir skoruðu ellefu stig í röð á þriggja mínútna kafla og breyttu stöðunni úr 3:4 í 14:4. Gestirnir voru alltaf að elta seinni hlutann í fyrsta leikhluta og staðan var 26:19 Þór í vil við lok hans. Það var lítið skorað fyrstu mínúturnar í öðrum leikhluta og staðan 29:23 eftir rúmar þrjár mínútur. Þá tóku Skagamenn svaka kipp, skoruðu tíu stig í röð og komust fjórum stigum yfir, 29:33. Fram að lokum fyrri hálfleiks var ÍA alltaf nokkrum stigum yfir og leiddu með fimm stigum í hálfleik, staðan 42:47 ÍA í hag.