
Andlát – Sigurður R Guðmundsson fyrrum skólastjóri
Látinn er Sigurður Reynir Guðmundsson íþróttakennari og fyrrum skólastjóri í Heiðarskóla í Hvalfjarðarsveit, 93 ára að aldri. Hann var einkum þekktur fyrir söng, kennslu, skólastjórn og leiðsögumennsku. Sigurður fæddist 6. júlí 1930 og ólst upp á Hvanneyri. Faðir hans var Guðmundur Jónsson sem var kennari á Hvanneyri þegar Sigurður fæddist, en síðar skólastjóri við Bændaskólann, en móðir hans var María Ragnhildur Ólafsdóttir. Fyrri kona Sigurðar var Katrín Árnadóttir kennari en þau skildu. Sigurður lætur eftir sig sex börn og fjölda afkomenda.