Fréttir
Lára Lind Jakobsdóttir. Ljósm. grundarfjordur.is

Lára Lind ráðin í nýtt starf hjá Grundarfjarðarbæ

Í desember síðastliðnum auglýsti Grundarfjarðarbær nýtt starf forstöðumanns bókasafns og menningarmála. Fram kemur á vef bæjarins að bæjarstjórn hafi nú ráðið Láru Lind Jakobsdóttur í starfið. Forstöðumaður hefur umsjón með starfsemi almenningsbókasafns og menningarhúsa; þ.e. samkomuhúss og Sögumiðstöðvar, en ætlunin er að byggja upp fjölbreyttan stuðning og þjónustu við íbúa, ekki síst nýja íbúa, með upplýsingagjöf og með því að hvetja til viðburða, fræðslu og samveru í menningarhúsum bæjarins. Forstöðumaðurinn er einnig starfsmaður menningarnefndar Grundarfjarðarbæjar.

Lára Lind ráðin í nýtt starf hjá Grundarfjarðarbæ - Skessuhorn