Fréttir

Skreytingar úr nærumhverfinu á veggjum Bónus

Verslanakeðjan Bónus vinnur að því þessi misserin að skreyta veggi í verslunum sínum með teikningum af þekktum kennileitum úr nærumhverfinu. Í versluninni á Akranesi eru þannig teikningar af Akrafjalli, vitunum á Breið, Akraneshöll og fleiru. Í versluninni í Borgarnesi er teikning af Hafnarfjalli og kirkjunni á holtinu. Til stendur í vor að gera sambærilega skreytingu í verslun Bónus í Stykkishólmi.

Skreytingar úr nærumhverfinu á veggjum Bónus - Skessuhorn