Fréttir
Horft yfir skíðaskálann og skíðalyftuna með Kirkjufell í baksýn. Ljósmyndir: TFK

Skemmtileg helgi að baki á Skíðasvæði Snæfellinga – Myndasyrpa

Skíðaþyrstir Snæfellingar fengu heldur betur frábærar aðstæður um liðna helgi í heimabyggð. Veðrið lék við gesti á svæðinu en boðið var upp á fullorðins opnun þar sem óreyndir skíðaiðkendur á besta aldri gátu fengið leiðsögn á bretti, skíði og hvernig á að taka lyftuna í rólegheitunum. Þetta tókst vel og margir sem renndu sér í fyrsta skipti á skíðum á laugardaginn. Einnig var boðið upp á kvöldopnun á laugardagskvöldinu þar sem brekkan var lýst upp fyrir iðkendur.

Skemmtileg helgi að baki á Skíðasvæði Snæfellinga - Myndasyrpa - Skessuhorn