Fréttir
Fundurinn var vel sóttur af landeigendum á svæðinu og öðrum sem hagsmuna eiga að gæta. Ljósm. aðsend.

Hitafundur um friðlýsingarmál

Húsfyllir var á fundi sem Umhverfisstofnun (UST) hélt í félagsheimilinu Lyngbrekku á Mýrum í gær, mánudag. Til fundarins voru boðaðir landeigendur innan tillögusvæða á framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár, allt frá Langárósi og vestur á Snæfellsnes. Miklar og heitar umræður urðu á fundinum og landeigendur telja enn margra svara vant.

Hitafundur um friðlýsingarmál - Skessuhorn