
Alls eru 26 eyjar á Breiðafirði sem Óbyggðanefnd, fyrir hönd fjármálaráðherra, gerir ekki tilkall til. Ljósm. úr safni/sá
Ráðherra gerir kröfur um eignarhald eyja og skerja
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur, fyrir hönd íslenska ríkisins, afhent óbyggðanefnd kröfur um þjóðlendur á svæði 12 sem nefnist „eyjar og sker“ og tekur til landsvæða innan landhelginnar en utan meginlandsins. „Um er að ræða sautjánda og síðasta svæðið sem óbyggðanefnd tekur til meðferðar,“ segir í tilkynningu frá Óbyggðanefnd sem nú kallar eftir kröfum þeirra sem kunna að eiga öndverðra hagsmuna að gæta, en skila þarf inn rökstuddum mótmælum fyrir 15. maí í vor.