Fréttir

Mannvit er nú COWI

Í dag breytir Mannvit nafni sínu og starfar að öllu leyti undir vörumerki COWI sem er leiðandi ráðgjafarfyrirtæki á Norðurlöndunum á sviði verkfræði, orku, arkitektúrs og umhverfismála. „Nýtt vörumerki er hluti af sameiningarferli Mannvits við COWI-samstæðuna sem er næsta skref til vaxtar og aukinnar þjónustu okkar á Íslandi,“ segir í tilkynningu. Nafn fyrirtækisins í fyrirtækjaskrá breytist í COWI Ísland ehf. en kennitala og heimilisfang verður áfram það sama. „Þessi breyting hefur ekki áhrif á verkefni og samstarfssamningar haldast óbreyttir. Að sama skapi munu tengiliður vera áfram þeir sömu.“

Mannvit er nú COWI - Skessuhorn