Grunnskóli Borgarfjarðar á Varmalandi. Til vinstri er félagsheimilið Þinghamar og sundlaugin. Ljósm. mm

Lagðar til róttækar breytingar á skólahaldi á Varmalandi

Á fundi fræðslunefndar Borgarbyggðar síðastliðinn fimmtudag lagði sviðsstjóri fjölskyldusviðs fram minnisblað um framtíðarsýn varðandi skólamál á Varmalandi í Stafholtstungum fyrir næstu ár. Inntakið í tillögunni er að frá og með næsta hausti verði leikskóli starfræktur á Varmalandi, sem og kennsla 1.-4. bekkja grunnskólans, auk frístundar.